Vandaðar íbúðir í Vogabyggð

Kleppsmýrarvegur 6, Dugguvogur 1 og Arkarvogur 1 samanstanda af nútímalegum og vönduðum fjölbýlishúsum sem bjóða upp á þægilegt og vel skipulagt samfélag í miðri borginni. Hver íbúð hefur aðgang að sameiginlegum lokuðum bílakjallara, innigarði og vönduðum geymsluaðstöðum sem auðvelda lífið og skapa hlýlegt umhverfi fyrir fjölskyldur og einstaklinga.

Íbúðir

Tegundir íbúða

Innréttingar og klæðning

Íbúðirnar eru afhentar með hvítum eldhúsinnréttingum frá Axis með gráum borðplötum og vandaðri „Perfect Sense“ áferð. Baðherbergin eru flísalögð með vönduðum 60x60 cm flísum og búnar stílhreinum innréttingum og tækjum. Allar hurðir, bæði innan og utan, eru með "perfect sense" áferð. Þak- og svalasvæði eru forsteypt með hágæða niðurföllum. Heimilt er að setja upp svalalokanir eða yfirbyggingar sem auka veðurþol og skjól.

Hönnun

Eldhúsinnréttingar eru frá Axis. Þær eru með „Perfect sense“ áferð og í hvítum lit. Borðplötur eru grátóna. Hvort tveggja er framleitt af Axis. Bakaraofn, helluborð, háfur og uppþvottavél eru af gerðinnni AEG eða sambærilegt og keypt í Ormsson. Blöndunartæki eru af tegundinni Grohe eða sambærilegt.

Inngarðurinn

Inngarðurinn verður bjartur og fagur. Gangstéttar verða hellulagðar eða steyptar með innbyggðum hitalögnum, sem tryggir öryggi á veturna. Grassvæði verða klædd gerfigrasi og því græn allt árið. Hægt verður að setja upp leiksvæði barna í þessu skemmtilega rými.

Bílakjallarinn

Bílakjallarinn er lokaður og frostfrír. Einkastæði í bílageymslu fylgir öllum íbúðum. Bílgeymslan verður upplýst og búin eldvarnarbúnaði. Hægt verður að setja upp hleðslustöðvar í bílastæðum.

Geymslur

Í kjallara eru rúmgóðar og læstar sérgeymslur fyrir hverja íbúð. Gólf eru flotuð og máluð, en léttir veggir eru úr blikkgrind. Í kjallaranum er einnig rúmgóð hjóla- og vagnageymsla.

Þú ert hér

Söluaðilar

Mynd af fasteignasala
Gunnar Bergmann Jónsson
839 1600 [email protected]